Forseti þjóðþings Möltu í heimsókn á Þingvöllum.

Forseti þjóðþings Möltu, Michael Frendo, kom til Þingvalla í morgun. Ólafur Örn Haraldssonforseti möltu.JPG þjóðgarðsvörður og Einar Á.E.Sæmundsen fræðslufulltrúi tóku á móti honum og fylgdarliði og sögðu frá sögu og náttúru Þingvalla.Forsetinn hefur verið í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Alþingis Ástu R. Jóhannesdóttur en fer af landi brott síðdegis eftir skoðunarferð um Suðurland. Hann hefur átt fundi með forseta Alþingis og utanríkis-ráðherra. Jafnframt fundaði hann með fulltrúum í utanríkismálanefnd og heimsótti forseta Íslands á Bessastaði meðan á dvöl hans stóð.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.