Heimsóknir skólahópa til Þingvalla

Á hverju vori koma fjölmargir skólahópar í heimsókn tilÞingvalla. Undanfarin ár hefur starfsfólk þjóðgarðsins tekið á móti nemendum með skipulögðum hætti og kynnt þeim sögu og náttúru Þingvalla. Móttökur eru bókaðar á klukkustundarfresti frá klukkan 09.00 þær vikur sem mest er um að vera.

Tekið er á móti nemendum í vor við Valhallarreitinn þaðan sem gengið verður upp í Almannagjá þaðan sem gengið er niður að Lögbergi.  Farið er að Flosagjá og aftur að Valhallarreitnum þar sem mótttökunni lýkur. Á leiðinni er fjallað um jarðfræði og sögu staðarins.

Þessar móttökur eru skólum að kostnaðarlausu en hægt er að bóka þær á netfanginu thingvellir@thingvellir.is og fá nánari upplýsingar í síma 482 2660      .

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.