Hestar týndust í þjóðgarðinum-uppfært hross fundust

Hestar týndust í þjóðgarðinum-uppfært hross fundustÁ vorin er mikil umferð hesta og manna í gegnum þjóðgarðinn. Höfuðborgarbúar ríða þá hrossum sínum í sumarhaga en vinsælar leiðir liggja um þjóðgarðinn.Hestahópur með rekstur fór í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum um hádegisbilið í gær en fjórir hestar stungu sér útúr rekstrinum og týndust.

Þrátt fyrir mikla leit hafa þeir ekki enn fundist en búið er að fá aðstoð þyrlu og flugvélar en það er engu líkarar en jörðin hafi gleypt þá. Mestu líkur eru á að hrossin hafi blandast við annan rekstur en töluverð umferð hefur verið um þetta svæði um helgina.

Hestarnir sem um ræðir eru: Tveir jarpir hestar, annar frostmerktur SV5 og hinn með litla stjörnu. Rauð hryssa með frostmerkið SV6 og brún hryssa merkt SV4.

Ef einhverjir geta gefið upplýsingar um hrossin má hafa samband við þjóðgarðinn í síma             482-2660 sem hefur aðstoðað við leitina.

Uppfært.  Tveimur dögum eftir að fréttin var skrifuð skiluðu hrossin sér niður á túnin á Gjábakka þar sem eigendurnir settu þau á kerru.  Urðu þar fagnaðarfundir.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.