Í lok júlí var opnað fyrir umferð um nýja göngubrú niður Kárastaðastíg í Almannagjá.

mynd1.jpg

Göngubrúin var valin úr innsendum tillögum í hönnunarsamkeppni í byrjun árs. Það var Studio Grandi og Verkfræðistofan Efla sem hönnuðu brúna. Framkvæmdir hófust í byrjun maí en þær gengu aðeins hægar en gert var ráð fyrir í upphafi þar sem aðstæður voru töluvert erfiðari í gjáni en búist var við.

Gjáin sem kom í ljós í fyrra og var orsök framkvæmdanna blasir nú við þeim þúsundum gesta sem sækja Þingvelli heim á hverjum degi.


Á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins má finna nánari upplýsingar um framkvæmdina og einnig á heimasíðu Skógræktar ríkisins sem útvegaði timbur í gólf brúarinnar.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.