Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur undanfarin ár tekið þáttí verkefni sem kallast - Thing Project - þingstaðaverkefninu sem miðar að því að tengja saman forna þingstaði í Norður-Atlantshafi.

IMGP7314 copy.jpg

Í vikunni sem leið voru stödd á Þingvöllum skoski ljósmyndarinn Frank Bradford og Eileen Brooke Freeman frá Hjaltlandseyjum að taka ljósmyndir og myndskeið sem notuð verða í útgáfur á vegum verkefnisins og á heimasíðuna www.thingsites.com

Á nokkrum ljósmyndum sátu fyrir félagar úr víkinga-félaginu Rimmugýgur úr Hafnarfirði og vöktu þeir mikla athygli gesta fyrir glæsilega búninga og skörulega framkomu. Einnig brugðu nokkrir starfsmenn þjóðgarðsins sér í gervi gesta á Þingvöllum á þjóðveldisöld.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.