dingwall Frank Bradford photo.jpgBærinn Dingwall í Skotlandi er þátttakandi í þingstaðaverkefninu sem staðið hefur yfir síðustu ár.

Bæjarbúar fylgjast nú með fornleifarannsókn sem stendur yfir á bílastæði í hjarta bæjarins en vonir standa til að finna þar leifar hins forna þingstaðar sem gefur bænum nafnið Dingwall.

Þetta er fyrsta rannsókn á þingstað frá víkingatíma í Skotlandi og hafa verið notað fjarsjármælingar til að kanna jarðlög undir bílastæðinu en nú hefur verið grafinn skurður þvert yfir bílastæðið.

Rannsóknin hefur vakið athygli og birst fréttir af henni í fjölmiðlum í Skotlandi.

Hér má finna viðtal við Dr. Oliver Grady fornleifafræðing þar sem hann lýsir uppgreftrinum og fleiri myndir frá rannsókninni og öðrum stöðum í þingstaðaverkefninu.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.