Öxarárfoss ekki svipur hjá sjón.


Þurrkar undanfarinna daga og vikna ásamt snjólitlum vetri gera það að verkum að vatnsrennsli í Öxará hefur minnkað mikið.   Í morgun var Öxarárfoss vart þekkjanlegur en smá buna rann

IMGP2238 copy.jpg

fram af brún niður í Stekkjargjá.  Frost undanfarnar nætur hefur einnig áhrif þar sem vatnið frýs í árfarveginum fyrir ofan fossinn og leysir ekki fyrr en sólin hækkar á lofti.  Á einni klukkustund mátti sjá mun á vatnsmagninu en fossinn er þó ekki jafn mikilfenglegur og þegar miklar rigningar ásamt leysingu fóru saman í vetur einsog myndin hér að neðan sýnir.


IMGP1127 copy.jpg

Öxará á upptök sín í Myrkavatni á milli Búrfells og Botnsúlna.   Rennsli Öxarár leynir á sér en áin getur vaxið mjög  hratt í leysingum á vorin og miklum rigningum.  Vatnasviðið er stutt og frekar bratt og skilar úrkoma sér hratt niður í Þingvallavatn.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.