Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á Þingvöllum

 

  • Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók á móti Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á Þingvöllum í morgun. Gengið var frá Hakinu, niður Almannagjá og að Þingvallabústaðnum, en Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO.

  • heimsoknbankimoon.jpg
  • Þjóðgarðsvörður, Ólafur Örn Haraldsson, var til leiðsagnar.  Forsætisráðherra og aðalframkvæmdastjóri áttu síðan fund í Þingvallabústaðnum og ræddu þar meðal annars um sjálfbæra þróun til framtíðar, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á náttúru jarðarinnar. Einnig var rætt um áhrif ríkja á framþróun og markmiðssetningu á alþjóðavettvangi.

Aðalframkvæmdastjórinn hafði fyrr um morguninn farið með þyrlu að Langjökli, ásamt utanríkisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og Helga Björnssyni jöklafræðingi, þar sem hann kynnti sér hvernig jöklar hafa hopað undanfarna áratugi.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.