Unnið að kappi við Öxarárfoss


Framkvæmdir við útsýnispall við Öxarárfoss ganga ágætlega.  Smiðirnir á vegum Pálmatré sem vinna verkið hafa kynnst öllum veðrabrigðum undanfarnar vikur við vinnu sína.

DSC_4601 copy.jpg
Þeir létu ekki 10 stiga frost á sig fá í dag og unnu hörðum höndum að því að klæða pallinn. Gert er ráð fyrir að pallurinn verði tilbúinn í byrjun desember.

Gláma –Kím - Arkitektar og Landslag – Landslagshönnun hönnuðu pallinn. Verkfræðistofan VIK sá um burðarþolshönnun en verktakafyrirtækið Pálmatré sér um smíðina.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.