Hreinsun í Silfru


kafarar.jpgUm síðustu helgi köfuðu nokkrir leiðsögumenn og kafarar frá ferðaþjónustufyrirtækinu Dive.is í Silfru til hreinsunarstarfa.  Markmiðið var að hreinsa upp ýmislegt sem fallið hefur í gjána og orðið eftir, mynt, stálhögl sem notuð eru til þyngingar og annað smálegt.  Með mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár hefur það aukist að smáhlutir tapast í gjánni og þá sérstaklega lóð/högl sem notuð eru til að þyngja kafara.  Flestir kafarar nota föst lóð en einnig nota kafarar stundum stálhögl sem geta losnað úr umbúðum sínum.  

Kafararnir voru í Silfru í um klukkustund og einbeittu sér að nokkrum stöðum og gekk ágætlega.  Þetta er tímafrekt og mikil þolinmæðisvinna þar sem ruslið er í flestum tilfellum agnarsmátt. Gjáin er mun stærri og stefna þeir á að koma aftur síðar og halda áfram hreinsunarstarfi.

tobias.jpgMikil umferð er um gjána á hverju ári og er áætlað að um 12000 manns fari um gjánna í ár. Ástæðan er stórkostlegt skyggni og hrikalegt umhverfi gjárinnar.  Þrátt fyrir aðgæslu hjá köfurum detta stundum smáhlutir í gjána og verða eftir.  Verkefnið var því þarft og þakkar þjóðgarðurinn fyrir framtakið.

Hér má sjá nokkrar myndir frá vinnunni. Myndirnar eru frá Dive.is

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.