Þrívíddarlíkön lagfærð

 

Tvö þrívíddarlíkön sem eru til sýnis í gestastofu á Haki og í þjónustumiðstöð á Leirum hafa verið fjarlægð vegna viðhalds.  Annað líkanið nær yfir vatnasvið Þingvallavatns en stærra líkanið sýnir landslag frá Reykjavík yfir Þingvallasvæðið að Gullfossi Geysi og Hveravöllum.

model.jpg

 

Bæði módelin er mjög mikið notuð af leiðsögumönnum og gestum þjóðgarðsins.  Hluta ársins eru þau höfð utandyra og nýtast vel gestum þjóðgarðsins.

 

model4.jpg

 

Líkönin eru gerð af Sigurði Halldórssyni módelsmið á Laugarvatni sem rekur fyrirtækið Módelsmíði ehf.  Sigurður hefur smíðað líkön um langt árabil af landsvæðum á Íslandi en einnig líkön sem seld eru erlendis.

model2.jpg

Það er mikil handavinna sem fylgir viðhaldi en líkönin eru pússuð, fyllt í sprungur sem myndast hafa, fjallatoppar bættir og allt líkanið endurmálað.  Reiknað er með að líkönin verði komin tilbaka í lok janúar.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.