Óhefðbundnar fráveitulausnir kynntar á málþingi VAFRÍ

 

Á föstudaginn var haldið velheppnað málþing um fráveitulausnir á viðkvæmum svæðum og athyglinni beint sérstaklega að Þingvallavatni og vatnasviði þess.  Málþingið var haldið á vegum Vatns- og fráveitufélags Íslands (VAFRÍ) í samstarfi við Ferðamálaráð, Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, Samorku, Umhverfisstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Meðal fyrirlesara var einn reyndasti sérfræðingur Norðmanna á sviði óhefðbundinna skólplausna, prófessor Petter D. Jenssen, sem kynnti ýmsar lausnir fyrir dreifbýli og viðkvæm svæði, og deildi reynslu sinni af slíkum lausnum í nágrannalöndunum.

Tilgangur málþingsins var að fara yfir stöðu mála og fá fram upplýsingar um hvaða lausnir eru í boði og hafa verið notaðar við svipaðar aðstæður og við Þingvallavatn. Einnig voru kynntar bakgrunnsrannsóknir á efnaþáttum í Þingvallavatni og nýjar rannsóknir nemenda Háskóla Íslands á óhefðbundnum skólplausnum fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Málþingið var einsog fyrr sagði velheppnað og ljóst að það bætti vel við þekkingu á því hvernig má takmarka niturlosun inn í í vistkerfi Þingvallavatns.

DSC_0003.JPG

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.