Viltu vinna á Þingvöllum?

 

baer.jpg

 

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir starfsfólki í fjölbreytt störf við þjónustu 
við gesti þjóðgarðsins.  Um er að ræða störf við afgreiðslu, upplýsingagjöf og aðra þjónustu í Gestastofu þjóðgarðsins á Hakinu.

Viðkomandi verður að vera snyrtilegur, ábyrgur og með ríka þjónustulund.  Hann þarf að tala a.m.k. ensku og íslensku og vera orðinn 20 ára að aldri.

Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til og frá vinnu daglega. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og Starfsgreinasambands Íslands. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Berglind Sigmundsdóttir þjónustustjóri í gegnum netfangið  berglind@thingvellir.is.

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á berglind@thingvellir.is.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.