Landlíkan fært út á stétt

 

Landlíkanið vinsæla við Gestastofuna á Hakinu er einn af vorboðunum á Þingvöllum.  Það er geymt innandyra yfir háveturinn en sett út þegar snjó hefur tekið upp og líkur til að vetur sé á undanhaldi.  Í gær var líkaninu komið fyrir utan við Gestastofuna þar sem það nýtist gestum þjóðgarðsins til að skilja landslagið á vatnasviði Þingvallavatns.

DSC_3056.JPG

Líkanið er smíðað af Sigurði Halldórssyni módelsmið á Laugarvatni sem rekur fyrirtækið Módelsmíði ehf.  Sigurður hefur smíðað líkön um langt árabil af landsvæðum á Íslandi en einnig líkön sem seld eru erlendis.

DSC_3057.JPG

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.