Breytingar í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.

 

Nú um áramótin tók þjóðgarðurinn á Þingvöllum við rekstri þjónustumiðstöðvarinnar á Leirum.  Stefnt er að því að opna nýja og breytta þjónustumiðstöð um miðjan mars.   Fram að opnun verður hægt að koma inn og fá upplýsingar, kaupa einfaldar veitingar og kaffi vestan megin í þjónustumiðstöðinni þar sem afgreiðsla þjóðgarðsins hefur verið.  Mikil vinna er framundan í breytingum og viðhaldi.

thjo (1 of 1).jpg

 

Meðal annars verður skipt út öllum salernum, lagnir og raflagnir endurnýjaðar og rýmið endurinnréttað. Af þeim sökum þarf að loka salernum í þjónustumiðstöðinni á meðan framkvæmdum stendur en gestir geta nýtt fjögur salerni við tjaldstæðið austan við þjónustumiðstöðina.  Vissara er fyrir ferðaþjónustuaðila með stærri hópa að nýta salerni á Hakinu.

thjo (1 of 1)-2.jpg

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.