Forsetahjónin á Þingvöllum

Blíðskaparveður var þegar forseti Íslands,  hr. Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans frú Eliza Reid komu til Þingvalla í morgun.  Heimsóknin var í tilefni 15 ára afmælis Bláskógabyggðar og fóru forsetahjónin vítt og breitt um sveitarfélagið í dag með fulltrúum sveitarstjórnar.

IMG_2966.JPG

Þau byrjuðu ferðina á Þingvöllum þar sem Vilhjálmur Árnason formaður Þingvallanefndar og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður ásamt öðru starfsfólki tóku á móti þeim.  Farin var hefðbundin leið niður Almannagjá en umræðuefni voru mest um þær fjölmörgu áskorarnir sem þjóðgarðurinn hefur staðið frammi fyrir á síðustu árum með fjölgun ferðamanna.  Forsetahjónin héldu áfram að Laugarvatnshellum, Laugarvatni, Laugarási og luku deginum í hátíðarsamkomu í félagsheimilinu Aratungu í Reykholti.

IMG_2976.JPG

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.