Þingbúð slegin

 

Slátturorf eru ekki hefðbundin búnaður hjá fornleifafræðingum til að afhjúpa fornleifar. Starfsmenn þjóðgarðsins og Minjavörður Suðurlands nýttu þó slíkt verkfæri við skemmtilegt verkefni í Almannagjá í dag.  Slátturorfi var beitt til að slá þétt gras og sinu á einni þingbúðarúst skammt norðan við Lögberg.   Tilgangurinn er að draga athygli að rústum sem má finna víða um þingstaðinn forna.

fornl (1 of 1)-5.jpg

Eftir að göngustígar hafa verið girtir af í Almannagjá á undanförnum árum hefur gróður verið í framför og vaxið mikið þrátt fyrir stöðuga fjölgun ferðamanna.  Síðasta sumar voru margar búðarústir í Almannagjá á kafi í háu grasi þegar leið á sumarið.  Eftir sláttinn sjást útlínur búðarinnar mun betur og stöldruðu margir við þegar hún blasti við.   Ekki er ólíklegt að fleiri búðir verði slegnar í framhaldinu.

fornl (1 of 1)-7.jpg

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.