Nýtt innheimtukerfi á bílastæðum.


Þann 1. júlí næstkomandi verður innleitt nýtt kerfi til innheimtu bílastæðagjalda fyrir gjaldskyld bílastæði þjóðgarðinum á Þingvöllum. Um er að ræða samstarfsverkefni við fyrirtækið Computer Vision sem hefur þróað myndavélaeftirlit og sjálfvirka innheimtukerfið myParking.is. Kerfið tengist meðal annars ökutækjaskrá Samgöngustofu og greiðslukortalausnum. Kerfið ber skráningarnúmer þeirra bíla sem yfirgefa Þingvelli saman við greiðslur í greiðsluvélum og á myparking.is. Greiðsluvélar verða áfram á bílastæðum þar sem gestir geta greitt fyrir bílastæði. Starfsfólk þjóðgarðsins verður einnig á staðnum til að aðstoða gesti eftir þörfum.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.