Framkvæmdir við Gjábakkaveg/Þingvallaveg 36 að hefjast.

 

Vegagerðin áformar að hefja framkvæmdir við endurbætur á Þingvallavegi, frá Þjónustumiðstöðinni og að vegamótum við Vallaveg í næstu viku.

Endurbæturnar verða unnar í tveimur áföngum, sumarið 2018 og sumarið 2019. Þingvallavegi verður lokað fyrir allri umferð frá mánudeginum 30.07.2018 og fram í október 2018.

Þessi lokun er frá þjónustumiðstöð að Gjábakka. Bent er á að veginum verður lokað austan við Þjónustumiðstöðina þ.a. aðgengi að henni verður óbreytt.

Sumarið 2019 er reiknað með að loka þurfi á tímabilinu apríl til september.

Áður en framkvæmdir hefjast verður Vallavegur lagfærður eins og hægt er, en bent er á að vegurinn er mjór og hentar illa fyrir stærstu bíla.

Vegagerðin óskar eftir því að ferðaþjónstufyrirtæki noti minni bíla, eins og kostur er, á meðan framkvæmdir standa yfir.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.