Veðrið á Þingvöllum 5,4°C S 6 m/s.

Afmælisgöngur á Þingvöllum

Uppfært - hætt hefur verið göngurnar sökum seinni bylgju COVID-19.

 

Þingvellir - þjóðgarðurinn okkar! 

Í tilefni 90 ára afmæli þjóðgarðsins er blásið til samstarfs við Ferðafélag Íslands um göngur í og við Þingvelli.

 1. apríl Gengið milli gjáa 
  Farastjórn; Einar Á. E. Sæmundsen og Páll Guðmundsson.
  Þjóðgarðsvörður leiðir þessa fyrstu göngu ársins og verður sjónum beint að gjánum í þjóðgarðinum og leiðum milli þeirra. Gangan er létt og á góðum göngustíg og tekur um 2-3 klukkustundir.
  Nánari upplýsingar má nálgast í Ferðáætlun Ferðafélags Íslands  
  FELLT NIÐUR VEGNA COVID-19

 

 1. júní Búrfell
  Fararstjórn: Pétur Ásbjörnsson og Torfi Stefán Jónsson.
  Við stækkun þjóðgarðsins árið 2004 lenti Búrfell innan þjóðgarðsmarka. Einkennandi lögun fellsins hefur jafnan fallið í skugga tilkomumeiri fjalla þeirra tinda sem umvefja Þingvelli en hefur þó sinn sérstæða sjarma.
  Nánari upplýsingar má nálgast í Ferðáætlun Ferðafélags Íslands.
 1. júní Leggjabrjótur
  Fararstjórn: Steinunn Leifsdóttir, Jóhann Aron Traustason og Torfi Stefán Jónsson.
  Á sjálfan þjóðhátíðardaginn verður þriðja afmælisganga þjóðgarðsins gengin yfir Leggjarbrjót, frá Hvalfirði og niður í Öxarárdal og að Svartagili í Þingvallasveit.
  reikna má með 5-6 klukkustunda göngu í þetta skiptið.
  Nánari upplýsingar má nálgast í Ferðáætlun Ferðafélags Íslands.
 2. ágúst Eyðibýlin
  Fararstjórn: Torfi Stefán Jónsson og Páll Guðmundsson
  Löngum þreifst byggð af einhverju tagi í sigdal Þingvalla. Grýtt hraunið var bókstaflega rifið undir búskap. Víða má enn greina tóftir húsa sem stóðu um aldir, enn sýnilegri eru þó hinir fornu hleðslugarðar sem reistir voru um túnin. Létt ganga eftir göngustígum sem tekur þó um 3 klukkustundir.
  Nánari upplýsingar má nálgast í Ferðáætlun Ferðafélags Íslands.
 3. ágúst Hrafnabjörg
  Fararstjórn: Ragnar Anoniussen og Torfi Stefán Jónsson.
  Eitt af Þingvalla fegurstu fjöllum eru Hrafnabjörg en seinnipart sumars fellur oftar en ekki á það fagurbleikur sólarroði. Gangan tekur um 3-4 klukkustundir.
  Nánari upplýsingar má nálgast í Ferðáætlun Ferðafélags Íslands.
 4. september Skjaldbreið
  Fararstjórn: Ragnar Anoniussen og Torfi Stefán Jónsson.
  Fjall gert ódauðlegt í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og málverkum Kjarvals (og fleiri). Skjaldbreiður lokar Þingvöllum snyrtilega af til norðurs og frá hálendingu sjálfu sem tekur vægðarlaust við norðan fjallsins. Ganga er þægileg og tekur um 5-6 klukkustundir.
  Nánari upplýsingar má nálgast í Ferðáætlun Ferðafélags Íslands.
 5. september Arnarfell
  Fararstjórn: Torfi Stefán Jónsson og Hjalti Björnsson
  Sjöunda og síðasta ganga ársins í afmælisgöngum þjóðgarðsins á Þingvöllum og FÍ verður farinn á Arnarfell. Hér var búið í gegnum tíðina og tilheyrðin jörðin Þingvallakirkju. Um skeið var reynt hér við hreindýrarækt á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar en gafst einkar illa.
  Nánari upplýsingar má nálgast í Ferðáætlun Ferðafélags Íslands.