Veðrið á Þingvöllum 5,4°C S 6 m/s.

Febrúar - Afbrotamannasýningí gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum hefur verið sett upp sýningin „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld“ sem er samvinnuverkefni Myndlistarskólands í Reykjavík og Daníels G. Daníelssonar sagnfræðings.

Unnið var upp úr mannlýsingum á eftirlýstum Íslendingum úr Alþingisbókum Íslands.
Nákvæmni í lýsingum var í fyrirrúmi, þá bæði hvað varðaði útlit en ekki síður hegðun og leikni.
Orð eins og;  dapureygður, hærabjartur, lintalaður, kararómagi eru fæst eitthvað sem við notum í dag.
Lýsingarnar voru lesnar upp á Alþingi og jafnan af sýslumönnum þeim sem enn má sjá búðatóftir eftir í Almannagjá, eins og t.d. búð Magnúsar Ketilssonar.

Sýningin mun standa í gestastofu þjóðgarðsins á Haki fram í byrjun mars. Allir velkomnir