Skólaheimsóknir

Skólaheimsóknir til Þingvalla hafa verið vinsælar í gegnum árin. Öll skólastig leggja land undir fót og heimsækja Þingvelli á einhverjum tímapunkti. Þó jafnan sé mest að gera í tengslum við slíkar heimsóknir að vori þá er boðið upp á skólamóttöku árið um kring.
Ekki er tekið gjald fyrir móttöku skólahópa enda liggur metnaður þjóðgarðsins í að fræða nýjar kynslóðir um það sem staðurinn hefur að geyma. 

Til eru ákveðnar fastar gönguleiðir með skólahópa en vel er hægt að útfæra hverja móttöku eftir því hvað hentar hverjum hóp fyrir sig og þeim áhersluatriðum sem hentar hverjum skóla fyrir sig.
Gott er að hafa samband í gegnum torfi@thingvellir.is eða thingvellir@thingvellir.is og spyrjast fyrir um móttöku.

** Nú á tímum COVID-19 þá verður vissulega tekið á móti skólahópum. Við munum þó þurfa að hlýta fjöldatakmörkunum hvað varðar fjölda inn í gestastofu og eins munum við reyna að tryggja að skólahópar hittist ekki á, því má gera ráð fyrir að þjóðgarðurinn reyni að hafa ögn meiri tímaramma fyrir hvern skóla**