Hornsíli

Hornsíli eru mikilvæg fæða fisks í Þingvallavatni. Þau hafa lagað sig að umhverfi Þingvallavatns á sama hátt og bleikjan þar sem tvö afbrigði hornsíla hafa þróast. Annað afbrigðið heldur sig í gróðurbreiðum á 20 -25 metra dýpi þar sem góð búsvæði má finna en hitt afbrigðið heldur sig á minna dýpi innan um hraungrýti. Hornsílin eru langalgengasti fiskurinn í vatninu en talið er að um 85 milljonir hornsíla séu í Þingvallavatni.