Fornleifastofnun Íslands 2002-2006

Fornleifastofnun Íslands Ses. stundaði fornleifarannsóknir frá 2002 til 2008 á Þingvöllum.

Markmið rannsóknanna var þríþætt. Í fyrsta lagi að kanna umfang og ástand fornleifa á  Þingvöllum og ystu mörk þinghelginnar. Í öðru lagi að rannsaka skipulag þingstaða á Íslandi og í þriðja lagið að rannsaka aldur, gerð og fyrra hlutverk fornra mannvirkja á Þingvöllum.

Grafið var á átta svæðum: þar sem talið var að Lögberg stæði, búð vestan Öxarár sem kennd er við Njál, á Spönginni, á Miðmundatúni, á Biskupshólum, í þrjár þústir á austurbakka Öxarár.

Rannsókninni var stjórnað af Adolf Friðrikssyni og þjóðgarðurinn á Þingvöllum veitti aðstoð á vettvangi.