Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
16. júní 2020

Team Rynkeby á Þingvöllum

Síðastliðna helgi fóru um 40 hjólarar í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum en áfram hélt leiðin um fleiri svæði Bláskógabyggðar. Var þetta liður í æfingu "Team Rynkeby" sem er að safna styrkjum fyrir krabbameinsveik börn á Íslandi. Liðið var þarna að koma sér í form en þau munu síðar hjóla frá Danmörku til Parísar og um leið safna styrkjum er renna í Styrktarstjóð krabbameinsveikra barna.

Hópurinn áði á Þingvöllum og fékk að nýta aðstöðuna í fyrirlestrarsal gestastofu þjóðgarðsins á Haki ofan Almannagjár svona til að komast í þurrt rými milli hjólaferða.

Þakkar þjóðgarðurinn hópnum fyrir komuna og óskar þeim góðs gengis í ferðum sínum og söfnun.


Myndir tók Sif Gylfadóttir