Veðrið á Þingvöllum 9,4°C SSA 5 m/ s.

Alþjóðadagur landvarða

Alþjóðadagur landvarða er í dag, þann 31. júlí. Þá er minnst þess erfiða starfs sem landverðir sinna við að vernda friðuð svæði um heim allan.

Á Þingvöllum nýttu landverðir tækifærið og ræddu sérstaklega um áskoranir landvarða við þá gesti sem heyra hlýddu og stilltu upp til hópmyndatöku ásamt skilti frá alþjóðafélagi landvarða "Ég stend með landvörðum" ("I stand with rangers).