Veðrið á Þingvöllum 0,2°C Logn 0 m/ s.

Hvað þýðir samkomubann á Þingvöllum? #COVID19

Hvað þýðir samkomubann á Þingvöllum?
Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir samkomubanni á Íslandi sem mun taka gildi frá mánudeginum 16.mars.2020 til 12.apríl.2020.  Er þessi ráðstöfun einsdæmi og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem gripið er til slíkra aðgerða.

Í auglýsingu um samkomubann (sjá meðfylgjandi skjal) er talað um að í einu rými skulu ekki koma saman fleiri en 100 einstaklingar. Þá skal gæta þess eins og kostur er að halda tveggja metra fjarlægð eða meir.
Vegna þess hefur verið ákveðið að gestastofan á Þingvöllum loki frá og með næstkomandi mánudegi, 16.mars. Ef miðað er við tveggja metra aðskilnað er illfært og nánast óframkvæmanlegt að halda gestastofunni opinni. Einnig setur tveggja metra viðmiðið hömlur á hversu margir geta ferðast saman í bíl sem geri það að verkum að færra starfsfólk getur mætt á Þingvöll til að manna hin ýmsu störf þar.
Tryggt verður eins og hægt er að halda salernum áfram opnum á Þingvöllum og lágmarskþjónustu.

Þjóðgarðsyfirvöld munu fylgjast stöðugt með leiðbeiningum sóttvarnalæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Viðbragðsáætlun þjóðgarðsins er því í stöðugri endurskoðun og ástand endurmetið.
Gott er að senda fyrirspurnir vegna Þingvallaþjóðgarðs á thingvellir@thingvellir.is

Við mælum með að allir fylgist með á almennum leiðbeiningum á:
www.covid19.is