Hvað þýðir samkomubann á Þingvöllum? #COVID19

***Uppfært 30. apríl***

H
vað þýðir samkomubann á Þingvöllum?
Heilbrigðisráðherra lýsti yfir samkomubanni á Íslandi sem tók gildi frá mánudeginum 16.mars 2020 til 04.maí 2020. Var þessi ráðstöfun einsdæmi og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem gripið var til slíkra aðgerða.

Við á Þingvöllum horfum enn á einhverja takmörkun á starfsemi í þjóðgarðinum. Þó mun nú frá 4. maí þjónustumiðstöðin á Leirum opna sem og tjaldstæðið sem er næst henni. Búast má við ögn breyttum opnunartíma þjónustumiðstöðvar og þá verður öllum sóttvarnareglum um fjarlægðir og fjöldatakmarkanir virtar. 

Í auglýsingu um samkomubann er talað um að í einu rými skulu ekki koma saman fleiri en 50 einstaklingar. Þá skal gæta þess eins og kostur er að halda tveggja metra fjarlægð.

Óvíst er hvenær gestastofan opnar en stefnt er að rólegri opnun upplýsingarýmis þar í fyrri hluta maí og munu sömu takmarkanir gilda og í þjónustumiðstöð. Þá má einnig búast við að opnunartími við gestastofu verði ekki alveg til 18:00 eins og venjulega heldur ögn styttri.

Engar fjöldatakmarkanir eru á fyrir fólk að nýta sér þær fjölmörgu gönguleiðir sem eru í þjóðgarðinum en þær má sjá á vefsjá þjóðgarðsins og hægt er að sækja kort í pdf hér. Þá eru Þingvellir með app unnið í samstarfi við locatify og má sækja í bæði Google Play og App Store.

Þjóðgarðsyfirvöld munu fylgjast stöðugt með leiðbeiningum sóttvarnalæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Viðbragðsáætlun þjóðgarðsins er því í stöðugri endurskoðun og ástand endurmetið.
Gott er að senda fyrirspurnir vegna Þingvallaþjóðgarðs á thingvellir@thingvellir.is

Við mælum með að allir fylgist með á almennum leiðbeiningum á:
www.covid19.is