COVID & Þingvellir aðgerðir

Út er komin ný reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19. Aðgerðirnar hafa óveruleg áhrif á starfssemi þjóðgarðsins sem mun þó bregðast við í samræmi við áðurnefnda reglugerð.

Innandyra, hvort sem er í gestastofu á Haki eða þjónustumiðstöð á Leirum, er 50 manna hámark gesta.

Innandyra er grímuskylda og skal huga að tveggja metra fjarlægð. 

Komið hefur verið upp sótthreinsibrúsum við helstu snertifleti og gjaldmæla í þjóðgarðinum. 

Um leið og við fögnum öllum gestum og hvetjum til notkunar á garðinum minnum við á þessar ofangreindu reglur og að huga almennt að eigin öryggi.