Veðrið á Þingvöllum 2,4°C Logn 0 m/s.

Viðbrögð þjóðgarðsins á Þingvöllum vegna COVID-19 veirunnar.

Þar sem þjóðgarðurinn á Þingvöllum er einn fjölmennasti ferðamannastaður landsins hefur starfsfólk þjóðgarðsins ráðist í þær aðgerðir sem hægt er til að minnka líkur á útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
Í samræmi við viðbragðsáætlanir ráðuneyta vegna heimsfaraldurs influensu hefur verið sett fram viðbragðsáætlun á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum sem miðar að því að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna til að hægt verði að viðhalda mikilvægri starfsemi meðan á heimsfaraldri stendur.
Hvatt er til handþvotts, notkunar handspritts og leiðbeiningum er komið á framfæri. Mun oftar er nú mikið notaðir snertifletir þrifnir eins og; hurðarhúnar, greiðsluvélar (posar), afgreiðsluborð o.fl.
Í öllum sínum aðgerðum fylgir þjóðgarðurinn eftir ráðleggingum sem má finna á heimasíðu Landlæknis og Almannavarna.