Þingvellir og COVID19

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum bregst við fjórðu bylgju COVID-19 faraldursins eins og hinum fyrri. 

Gestir garðsins eru minntir að huga að fjarlægð við næsta mann en hún skal vera allavegana einn meter. 
Ekki er grímuskylda þar sem hægt er að viðhafa 1 meters fjarlægð. Þó er mælt með grímunotkun innandyra.
Sprittbrúsar eiga að vera til staðar við alla innganga í byggingum þjóðgarðsins.

Fimmtudagskvöldgöngum hefur verið aflýst.

Næstu laugardagsgöngu, 31. júlí, með landverði er aflýst en séð til með framhaldið á þeim.

Á tjaldsvæðum okkar eru nokkur hólf og 200 manna hámark í hverju þeirra. Eru gestirnir beðnir um að virða fjarlægð við næsta óskylda tjald/fellihýsi/tjaldvagn/húsbíl sem og fjölda á tjaldstæðinu.

Við minnum á að við erum okkar eigin sóttvarnir. Hugum því að því að vera ekki í aðstæðum þar sem okkur líður illa vegna þrengsla. Endilega látið okkur vita ef við getum gert betur með tölvupósti á thingvellir@thingvellir.is