Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
31. október 2014

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna á Þingvöllum

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna funduðu nýlega á Íslandi en fundinum stýrði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra.  Á fundinum voru ýmsar hliðar dóms- og réttarvörslukerfisins ræddar.

Fundurinn var haldinn á ION hótelinu á Nesjavöllum og komu ráðherrar og fylgdarlið í heimsókn til Þingvalla þar sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og Einar Á.E.Sæmundsen fræðslufulltrúi tóku á móti þeim á Hakinu og gengu með þeim niður Almannagjá að Lögbergi og að Þingvallabæ.  Veðrið skartaði sínu fegursta og urriðinn í Öxará heilsaði ráðherrum og fylgdarliði.