Veðrið á Þingvöllum -8,7°C SV 1 m/s.

Endurskoðun Stefnumörkunnar þjóðgarðsins á Þingvöllum 2004 – 2024.

Þegar fyrir lá tilnefning Þingvalla til heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna 2004, var hafist handa við að móta stefnu þjóðgarðsins (Management Plan) þar sem tekið var á meginatriðum verndar og stjórnunar. Stefnan var samþykkt 2004 og hefur síðan þá verið kjölfesta stjórnunar á Þingvöllum.  Þó stefnan hafi að mörgu leyti staðist tímanns tönn, hafa ýmsar forsendur breyst verulega frá því hún var samþykkt fyrir rúmlega 10 árum.

Horft í Öxará copy.jpgFjölgun ferðamanna undanfarin ár hefur verið meiri en séð var fyrir og ljóst  að margar forsendur fyrri stefnu hafa breyst verulega. Ekki síst þær sem snúa að móttöku gesta og álagi sem að því hlýst. Þá má  nefna að fyrirhugað er að Þingvellir verði skráðir öðru sinni á heimsminjaskrá sem  hluti af fjölþjóðlegri skráningu víkingaminjastaða. 

Í ljósi breyttra forsendna hefur Þingvallanefnd samþykkt að endurskoða stefnumörkunina frá 2004. Vinna við endurskoðunina hefur staðið í vetur og í meðfylgjandi viðhengi er helstu viðfangsefnum endurskoðunarinnar lýst.

Fundir með með hagsmunaaðilum og stjórnsýslu er mikilvægur hluti stefnumörkunarinnar.  en auk þess er öllum frjálst að koma skoðunum sínum á framfæri og góð ráð og ábendingar vel þegnar.

Allt slíkt er best að fá sent á netfangið stefnumorkun@thingvellir.is

Verkefnislýsingu má sækja hér.