Veðrið á Þingvöllum 11,9°C SSA 1 m/s.
20. júlí 2021

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum 22. júlí - Sturlunga geðlæknisins

Óttar Guðmundsson geðlæknir leiðir gönguna að þessu sinni. Þó Sturlunga liggi öll undir verður helst horft til Snorra Sturlusonar.
Snorri var ekki einvörðungu sagnaritari er sat á friðarstóli á höfuðbóli sínu heldur einnig kaldrifjaður pólitíkus síns tíma.
Óttar er okkur flestum kunnur enda hefur hann fjallað ýmislegt um raunir hetjanna í íslendingasögum.
Þannig hefur Óttar oft varpað nýju ljósi á hvernig má lesa íslendingasögurnar.

Til að bæta í göngustemmninguna munu Jóhanna Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir stjórna fjöldasöng í Almannagjá.
Gangan hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki.