Veðrið á Þingvöllum 11,4°C SV 2 m/ s.

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum

6. júní Gengið um slóðir Njálssögu á Þingvöllum. Með skilningi á skipulagi hins forna þingstaðar lifna sögurnar við.
Þórarinn Þórarinsson arkitekt leiðir gesti  um söguslóðir atburða Njálssögu á Þingvöllum og þeim lýst í ljósi aðstæðna sem þrátt fyrir margar aldir og breytta tíma má enn sjá fyrir sér á staðnum. Þannig má rekja atburði frá einum vettvangi til annars.

 

Gangan hefst á Haki klukkan 20:00 og er opin öllum. Hætt verður að rukka í bílastæði á Haki frá 19:30 í tilefni göngunnar.