Veðrið á Þingvöllum -7,7°C VNV 2 m/s.

Charlie og ratsjárstöðin á Þingvöllum

Fimmtudaginn 21. júní mun Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður fræða gesti garðsins um ratsjárstöðina sem var staðsett á Þingvöllum í Seinni heimsstyrjöldinni.

Fyrir nokkrum árum síðan komst Einar í bréfaskipti við bandaríkjamanninn Charlie sem hafði verið hermaður á Íslandi frá 1942-1944, nánar tiltekið á Þingvöllum.
Í gegnum þessi samskipti fékk Einar einstaka sýn inn í líf setuliða á Þingvöllum og samskipti þeirra við heimanna.