Veðrið á Þingvöllum -7,7°C VNV 2 m/s.

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum

Sumardagskráin fyrir fimmtudagskvöld verður að venju fjölbreytt. Göngurnar hefjast allar við Gestastofuna á Haki klukkan 20:00.

14. júní „Minningar frá Þingvöllum“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og bókmenntafræðingur fjallar um minningar sínar frá Þingvöllum.

21. júní „Sagan af Charlie og ratsjárstöðinni á Þingvöllum“ í leiðsögn Einars Ásgeirs Sæmundsen þjóðgarðsvarðar.   

28. júní „Kristján X. Á heimleið til Íslands“ Borgþór Kjærnested leiðsögumaður, túlkur og rithöfundur hefur rannsakað ferðalög Kristjáns tíunda á Íslandi.

5. júlí „Var Gissur Þorvaldsson jarl gull eða grjót?“ Guðni Ágústsson mætir á Þingvellir ásamt Óttari Guðmundssyni sem telur fyrir „siðferði Sturlungaaldar“. Þeim til halds og trausts veðrur Karlakór Kjalnesinga.

12. júlí ,,Klókar konur á söguöld" Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur segir frá eftirminnilegum kvenskörungum til forna.

19. júlí „Hrossakjötsát og ölværðir á Þingvelli að fornu“. Sverrir Tómasson ræðir bannið við hrossakjötsáti í kristnum sið ásamt starfi Þórhalls Ölkofra.

26. júlí Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur