Veðrið á Þingvöllum -4,4°C Logn 0 m/ s.

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum með Bjarka Bjarnarsyni

Heiðin, þjóðin og Þingvellir    


Bjarki Bjarnason, einn af höfundum Árbókar Ferðafélags Íslands 2019 um Mosfellsheiði, fjallar um tengsl heiðarinnar og Þingvalla. Í aldanna rás streymdi fólk yfir Mosfellsheiði á leið sinni til alþingis á Þingvöllum og á síðari tímum voru haldnar þar fjölmennar hátíðir; þá flykktist fólk yfir heiðina, ýmist gangandi, ríðandi, á hestvögnum eða bifreiðum. Bjarki greinir meðal annars frá kampavínsveislu á Mosfellsheiði árið 1907, glímukappa með harðsperrur og þjóðvegahátíðinni árið 1994 þegar 13 þúsund manns sátu fastir á heiðinni og komust aldrei í áfangastað. 

Gangan hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki. 

Gjaldtöku á bílastæðum er hætt frá 19:30 vegna þessarar dagskrár.