Veðrið á Þingvöllum -2,9°C N 10 m/ s.

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum 2013

Gönguferðirnar vinsælu á fimmtudagskvöldum hefjast 6.júní og verður farið frá fræðslumiðstöðinni við Hakið klukkan 20.00 á hverjum fimmtudagskvöldi í júní og júlí.

Í fimmtudagskvöldgöngunum koma fyrirleasarar með mismunandi bakgrunn og þekkingu og fjalla um Þingvelli út frá sínum hugðarefnum en tengingar við Þingvelli geta verið beinar eða óbeinar.   Gönguferðirnar hefjast klukkan 20.00 stundvíslega við við fræðslumiðstöðina við Hakið og gengið er niður Almannagjá að Lögberg og svo í hvaða átt sem viðfangsefninu hentar.    

Fyrirlesarar sumarsins eru sem hér segir.  Titlar koma síðar inn.

6. júní: Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður
13. júní:  Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur
20. júní:  Andri Snær Magnason rithöfundur
27. júní:  Sigurður Hróarsson forstöðumaður Njáluseturs
4. júlí:  Þórunn Erlu Valdimarsdóttir sagnfræðingur
11. júlí:  Þórarinn Eldjárn rithöfundur
18. júlí: Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur
25. júlí: Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld