Veðrið á Þingvöllum 4,3°C ASA 3 m/s.
20. apríl 2021

Veiði hafin

Veiði hefst í Þingvallavatni frá og með deginum í dag, 20 apríl. Eingöngu er heimilt að veiða á á flugu til og með 31. maí og skal veiddum urriða sleppt.
Frá og með 1. júní er heimilt að notast við flugu, maðk og spún. 

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sinnir veiðieftirliti en jafnframt hafa verið virkjaðir veiðiverðir sem sinna slíku í sjálfboðaliðastarfi. Þakkar þjóðgarðurinn þeirra framlag. 

Veiðileyfi má kaupa í þjónustumiðstöð á Þingvöllum en einnig er þjóðgarðurinn partur af Veiðikortinu. Á heimasíðu Veiðikortsins má einnig kaupa dagsleyfi í gegnum vefverslun þess.