Veðrið á Þingvöllum 4,4°C SSV 7 m/s.
10. mars 2021

Fjármagn til uppbygginga innviða á Þingvöllum

Fjármagn til uppbygginga innviða á Þingvöllum.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum fær úthlutað 300 milljónum króna til frekari uppbyggingu innviða. Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður var viðstaddur úthlutunina. Þakkaði hann fyrra fjármagn og kynnti í hvaða verkefni það hefur farið, t.d. útsýnispall við Hrafnagjá og göngustíg í þinghelgi.
Komandi fé mun nýtast til ennfrekari uppbyggingar í þjóðgarðinum á Þingvöllum svo hann geti sinnt núverandi og komandi auknum straumi gesta sómasamlega.
Það voru þau Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem kynntu úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða.
Fjölmargir staðir hlutu fjármagn til nýrra eða frekari uppbygginga um land allt.