Veðrið á Þingvöllum -2,6°C NA 5 m/s.

Fjöldi gesta óbreyttur

Lítið lát er á gestafjölda til þjóðgarðsins á Þingvöllum þegar litið er á teljara staðsetta á Kárastaðastíg í Almannagjá.
Nú í ársbyrjun 2020 er vel þess virði að skoða fjölda gesta sem lögðu leið sína að skoða þjóðgarðinn á árið 2019.
Samtals gengu 1.314.000 framhjá teljaranum í Almannagjá á síðsta ári. Er þetta örlítil niðursveifla

(-0,6%) miðað við árið 2018 þegar  1.322.000 fóru framhjá sama staur.
Aðgengi að Þingvöllum, niður Almannagjá og að Lögbergi er gjarnan háð veðri og því geta sveiflur yfir vetrarmánuði milli ára verið háð færð og þá snjóar stundum fyrir geislara teljarans.
Tölurnar hafa einnig þá annmarka að gestir garðsins ganga stundum það þétt saman framhjá teljara að ekki eru allir hausar taldir. Tölurnar gefa þó góða vísbendingu um þann straum ferðamanna sem „seitlar“ niður Kárastaðastíg.
Það gleður okkur að Þingvellir halda enn í sinni forna sjarma. Hér flykkjast að gestir ýmist til að njóta náttúru & menningarminja eða strengja heit.

Við þökkum öllum gestum sem komu og sýndu þjóðgarðinum áhuga.
Gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár.