Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
5. október 2019

Vel heppnað málþing um fornleifaskráningu

Í dag var haldið málþing á Þingvöllum um fornleifar, skráningu þeirra og staðsetningu í þjóðgarðinum. Farið var um víðan völl enda heilmikil vinna búin að eiga sér stað undanfarin ár. Samfara því hefur tækninni fleygt fram sem um margt gerir vinnu fornleifafræðinga léttari og opnar nýjar áður óaðgengilegri víddir.
Margrét Hrönn Hallmdundadóttir, fornleifafræðingur, hélt erindi um vinnu við fornleifaskráninguna og staðfestingu á 30 metra löngum skál í Miðmundartúni.
Gunnar Grímsson, fornleifafræðinemi, hélt erindi um notkun dróna og fund fjögurra eyðibýla í Þingvallahrauni.
Kevin Martin ræddi um fornleifar undir vatnsyfirborði og áskoranir sem upp kunna að koma við rannsókn á slíkum fornleifum.
Oddgeir Isaksen fornleifafræðingur frá Minjastofnun ræddi um fornleifaskráningu fyrir allt landið og hvernig miðlun þessara upplýsinga væri möguleg með vefsjám.
 
Um leið var tækifærið nýtt og Einar Á. E. Sæmundsen opnaði vefjsá Þingvallaþjóðgarðs um leið og hann afhenti Eydísi Líndal Finnbogadóttur forstjóra Landmælinga Íslands ein 850 örnefni niðurklippt í kassa.
 
Við þökkum fyrirlesurum og öðrum gestum kærlega fyrir komuna.