Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
28. júní 2020

Notkun dróna í fornleifaskráningu í þjóðgarðinum

Undanfarin ár hefur verið unnið að fornleifaskráningu í þjóðgarðinum á Þingvöllum undir vaskri stjórn Margrétar Hrannar Hallmundsdóttur fornleifafræðings en ýmsir starfsmenn þjóðgarðsins og fleiri hafa komið að vinnunni með henni. 

Fyrir nokkrum misserum fékk fornleifaskráningin öflugan liðsauka er Gunnar Grímsson landvörður á Þingvöllum og sérfræðingur í notkun dróna/flygilda bættist í teymið.  Með notkun dróna undir hans stjórn hefur fengist enn betri yfirsýn yfir mörg svæði í þjóðgarðinum bæði á þingstaðnum forna og einnig í Þingvallahrauni. 

Gunnar lauk í vor B.Sc gráðu í fornleifafræði og lokaritgerðin sem fékk hæstu einkunn fjallaði um notkun dróna í fornleifafræði og staðsetningu týndra eyðibýla í þjóðgarðinum með þessari tækni.  Meðal annars hafa verið staðsett nokkur eyðibýli sem hafa verið óviss eða staðsett ranglega á kortum. 

Ritgerðin er nú aðgengileg a netinu og má finna hana hér.  https://skemman.is/handle/1946/35509