Veðrið á Þingvöllum 5,3°C S 7 m/s.
22. apríl 2012

Forsætisráðherra Kína á Þingvöllum

Forsætisráðherra Kína á ÞingvöllumVeðrið skartaði sínu fegursta þegar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, kom til Þingvalla í skoðunarferð um Suðurland þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tóku á móti honum við fræðslumiðstöðina við Hakið.

Gengið var fram að útsýnisskífunni á Hakinu og horft yfir sigdældina og var sérstaklega kynnt jarðfræði og jarðsaga svæðisins en Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur var leiðsögumaður í ferð dagsinsum jarðfræðileg efni og jarðsögu.Eftir að hafa horft yfir sigdældina var farið yfir að Flosagjá þar sem gengið var yfir að Lögbergi þar sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sagði frá upphafi Alþingis, menningu og sögu.

Heimsóknin heppnaðist vel og hélt forsætisráðherra áfram eftir um rúmlega klukkustundar viðdvöl á Þingvöllum.