Veðrið á Þingvöllum 7,8°C NV 2 m/ s.

Eyðibýaganga með landverði

Flest þekkjum við Þingvelli með Almannagjá, Lögbergi, Öxarárfossi og öðrum örnefnum. En hvað býr í hrauninu?
Í sumar munu landverðir á laugardögum leiða gesti og gangandi á aðra reiti þjóðgarðsins.

Eva Dögg Einarsdóttir fer nú á laugardaginn með gesti og gangandi í um þriggja tíma göngutúr. Gönguferðin hefst við Þjónustumiðstöðina á Leirum þar sem tjaldstæðið er. Gengið verður inn í Hrauntún og Skógarkot sem eru forn býli innan þjóðgarðs. Fræðsla verður um náttúru & sögu svæðisins.

Áætla má að gangan taki þrjár klukkustundir, gangan er auðveld en mikilvægt að vera með vökva meðferðis og kannski eitthvað að maula.