Veðrið á Þingvöllum 7,9°C V 2 m/ s.

Fræðslugöngur á Fimmtudögum

Næstkomandi fimmtudag þann 9. júní munu þau Ingveldur og Magnús Eiríksbörn opna fræðslugöngur þjóðgarðsins.

Má segja að þau bæði hafi alist upp á Þingvöllum enda bjó fjölskylda þeirra í Þingvallabænum meðan faðir þeirra séra Eiríkur J. Eiríksson gegndi stöðu prests og þjóðgarðsvarðar frá 1960-1981. Kynntust þau því staðnum á annan hátt heldur en flest okkar hinna sem koma hér jafnan sem gestir.

Lagt verður af stað frá Hakinu klukkan 20:00 og áætlað er að fræðslugangan taki um tvo tíma.