Veðrið á Þingvöllum 0,7°C SV 8 m/s.

Framkvæmdir á bílastæði við Silfru

Næstu tvo daga verður unnið á bílastæði fyrir kafara við Silfru.  Unnið er að jarðvegskiptum vegna fyrirhugaðrar malbikunar.  Af þeim sökum verður búningaaðstaða flutt upp á aðra akreinina inn að veginum að Valhallarstæðinu. Merkingar hafa verið settar upp og starfsmenn þjóðgarðsins verða við umferðarstýringu.  Bílastæðið við Flosagjá/Peningagjá verður opnað tímabundið á meðan framkvæmdum stendur.  Reiknað er að með að þetta verði búið fyrir helgi.