Veðrið á Þingvöllum -2,2°C NA 5 m/s.

Fréttatilkynning

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa orðið tímabundnar breytingar í rekstri þjóðgarðsins á Þingvöllum. Af þessu tilefni er áréttað að aðgengi að þjóðgarðinum er óbreytt og taka landverðir á móti gestum í allan vetur hér eftir sem hingað til. Sýningin „Hjarta landsins“ í gestastofu verður opin og önnur þjónusta við gesti eftir því sem sóttvarnaáherslur og veður leyfa.

Tekjuforsendur fyrir rekstri þjóðgarðsins hafa breyst með fækkun ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins sem leiddi til þess að í upphafi vikunnar þurfti að að segja upp starfsfólki hjá þjóðgarðinum. Þetta er liður í endurskipulagningu starfmannahalds þjóðgarðsins í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja. Eftir sem áður verður þjónusta veitt í samræmi við fjárveitingar og tekjur af þjónustu sem þjóðgarðurinn veitir. Landvarsla verður allt árið í þjóðgarðinum en á næstu misserum mun hún óneitanlega taka mið af breyttu heimsóknamynstri með megin áherslu á háannartímabil frá maí til september og með aukinni áherslu á það mikilvæga hlutverk landvarða að veita fræðslu um sögu og náttúru Þingvalla.

Landsmenn eru hvattir til að heimsækja þjóðgarðinn og njóta þess sem haust- og vetraraðstæður bjóða upp á.

 

 

Einar Á.E.Sæmundsen

Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum

Þingvallanefnd

Umhverfis og auðlindaráðuneytið