Veðrið á Þingvöllum 13,1°C VNV 3 m/ s.

Gestastofa fær yfirhalningu

Þriðjudaginn 2. apríl verður gestastofan á Hakinu tekin í gegn vegna framkvæmda í tengslum við nýja gestastofu. Núverandi innrétting verður tekin út og rýmið fær nýja yfirhalningu.

Stefnt er að því að enn verði hægt að nálgast kaffiveitingar við austurinngang gestastofunnar en sá til vesturs verður alveg lokaður.

Framkvæmdirnar munu standa fram á vor. Þegar þeim lýkur mun rými gömlu gestastofunnar þjóna sem veitinga- og minjagripasala en hin nýja, sem opnar 14. júlí, mun geyma margmiðlunarsýningu um Þingvelli.