Veðrið á Þingvöllum 11,4°C NV 4 m/ s.

Gjaldtaka á bílastæðum.

Gjaldtaka á bílastæðum umhverfis þinghelgina hófst í dag. Fyrstu dagana verður unnið áfram að prófun á virkni búnaðar, þjálfun starfsfólks og mat á staðsetningu staura, merkinga og umferðarflæði.

Um þjónustugjald er að ræða sem ætlað er að standa undir kostnaði þjóðgarðsins við rekstur og þjónustu bílastæðanna.  Reglur um bílastæðagjöldin og gjaldskráin er sett á grundvelli 1. mgr. 7 gr. laga nr. 47 / 2004 um þjóðgarðinn á Þingvöllum, sbr. e.-lið 6. gr. Reglugerðar nr. 848/2005 um þjóðgarðinn á Þingvöllum, verndun hans og meðferð. Forsætisráðuneytið hefur staðfest reglur og gjaldskrá þjóðgarðsins.

Gjaldskrá:

 

Einkabíll 500 kr. 
Fyrir jeppa/hópferðarbíla fyrir 8 farþega eða færri: 750 kr
Fyrir hópferðarbíla fyrir 19 farþega eða færri: 1500 kr 
Hópferðarbíla fyrir 20 farþega eða fleiri 3000 kr. 

Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið daginn sem greitt er.